Viðburðir Allt

Norræn listahátíð 2010

  • 1.11.2010
ting_216x120box


ting_thjodthingHeimasíða Ting er hér: www.norraenahusid.is/ting


Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þingmanna Norðurlandanna og á þinginu eiga sæti þingmenn þjóðþinga Norðurlandanna; Alþingis, Folketinget í Danmörku, Riksdagen í Finnlandi, Riksdagen í Svíþjóð og Stortinget í Noregi auk Lagtinget á Álandseyjum, Løgtingið í Færeyjum og Inatsisartut á Grænlandi. Þar að auki hafa Samar þing í Svíþjóð og Noregi. Norðurlandaráð kemur árlega saman til þings, að þessu sinni í Reykjavík þann 1. nóvember 2010. Við lok þingsins, þann 3. nóvember, verða veitt hin

virtu verðlaun Norðurlandaráðs í bókmenntum, tónlist, kvikmyndum og umhverfismálum. Markmiðið með verðlaununum er að glæða áhuga á norrænum bókmenntum, tungumálum, tónlist og kvikmyndum og að gera fólk

meðvitað um náttúru- og umhverfismál á Norðurlöndum. Verðlaunahafarnir þetta árið eru finnski rithöfundurinn

Sofi Oksanen sem hlýtur bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Puhdistus, norska tónskáldið Lasse Thoresen fyrir tónverkið Opus 42, og skandinavísku bankarnir Merkur Andelskassen, Ekobank og Cultura bank hljóta náttúru- og

umhverfisverðlaunin. Þá hlýtur Thomas Vinterberg fyrir kvikmynd sína Submarino kvikmyndaverðlaun ráðsins.

Í tengslum við þing Norðurlandaráðs og veitingu verðlauna ráðsins er efnt til listahátíðarinnar Ting, dagana 28. október til 7. nóvember. Á hátíðinni koma fram listamenn frá öllum Norðurlöndunum í fjölbreyttri dagskrá. Að fumkvæði Norræna hússins í Færeyjum og í samstarfi við það er það Norræna húsið í Reykjavík sem hefur veg og vanda af skipulagningu hátíðarinnar. Margar helstu menningarstofnanir landsins taka þátt, þar má nefna Þjóðleikhúsið, Listasafn Reykjavíkur, Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ríkisútvarpið.