Viðburðir Allt

Jóladagatal Norræna hússins

Óvænt atriði 1.-23.desember kl. 12.34

  • 1.12.2010 - 23.12.2010
joladagatalforsida

4-DALKUR_300mm_out-4Jóladagatal Norræna hússins býður upp á fjölbreytta dagskrá á aðventunni að venju. Á hverjum degi, 1.-23.desember, kl. 12.34 verða óvænt atriði í jóladagatali Norræna hússins. Þetta er fjórða árið í röð sem Norræna húsið býður upp á jóladagatal og má segja að það sé búið að festa sig í sessi sem einn af ómissandi þáttum aðventunnar. Fjöldamargir listamenn hafa tekið þátt í Jóladagatalinu í gegnum árin m.a. Björk, Jón Gnarr, Eivør Pálsdóttir, Erna Ómarsdótir, Sjón, Agent Fresco og Hjaltalín.

Markmiðið með jóladagatali Norræna hússins er að bjóða upp á öðruvísi dagskrá á aðventunni þar sem jólin sjálf koma ekki endilega við sögu heldur lagt upp með að skapa stemningu fjarri því amstri sem vill fylgja jólaundirbúningi.

Hið óvænta er haft að leiðarljósi í jóladagatali Norræna hússins; gestir vita hverjir verða með en ekki hvenær þeir koma fram. Þannig er hvert atriði líkt og óvænt gjöf.

Líkt og fyrri ár er dagatalið, og auglýsingar tengdar því, gert af listamanni og í ár sér Sigtryggur Berg Sigmarsson,  http://www.helenscarsdale.com/siggi/index2.htm , um gerð dagatalsins. Sigtryggur gerir þó meira en að búa til dagatalið, hann tekur líka þátt með hljómsveit sinni Stilluppsteypu.

Jóladagatalið er fyrir alla; það er gefins; það er óvænt ánægja í amstri aðventunnar. Verið velkomin, Norræna húsið.Þátttakendur í stafrófsröð:

Amiina

Árstíðir

Árni Þórarinsson

Bloodgroup

Dorothea Høgaard Dam

Eiríkur Guðmundsson

Habbý

Hafdís Bjarnadóttir

Heyrnarlausi kórinn

Kviss Búmm Bang

Matti Kallio og Andrés Þór Gunnlaugsson

Ómar Ragnarsson

Ragnheiður Gröndal

Róbert The Roomate

Saga&Magga

Skakkapopp

Sirkus Íslands

Stilluppsteypa

Ugla Egilsdóttir og Saga Garðarsdóttir

Útidúr

Víkingur Heiðar

Yoga og eplaskífur

Þórdís Gísladóttir